Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[íslenska] stafkirkja kv.
[skilgr.] timburkirkjugerð á Norðurlöndum á miðöldum, byggð úr stafverki; einkennist af margbrotinni þakgerð og tréskurðarskreytingum, t.d. vafningsskrauti og drekahöfðum í stíl víkingatímans
[skýr.] Í Noregi hafa varðveist um 30 stafkirkjur og ein í Svíþjóð. Dæmi um s er kirkjan í Urnes í Noregi, byggð á 11. öld. Timburkirkjur á Íslandi voru byggðar úr stafverki áður en bindingsverk kom til. Dómkirkjurnar á Hólum og í Skálholti á miðöldum voru stafkirkjur en líktust meir stafkirkjum frá Vestur-Noregi, t.d. kirkjunni í Holtålen í Þrændalögum, og voru einfaldari að gerð en þekktustu norsku kirkjurnar
S.e. kirkja
[þýska] Stabkirche
[enska] stave church
[danska] stavkirke
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur