Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[íslenska] þak hk.
[skilgr.] efsti hluti húss; gert úr þakburðargrind, klæðningu sem lögð er ofan á og vatnsheldri kápu.
[skýr.] Elstu þök voru líklega gerð úr sefgrasi, torfi og mold á bjálkum. Forn-Grikkir framleiddu brenndar leirskífur á þök sín. Á miðöldum notuðu evrópskir bændur sefgras eða strá á býli sín og steinflögur voru notaðar á allar dómkirkjur. Um 1500 var farið að nota kopar og tréskífa hefur einnig verið notuð, einkum í N-Ameríku. Á Íslandi var hún stundum notuð á veggi. Seint á 19. öld var farið að nota bárujárn og á 20. öld sams konar plötur úr öðrum málmum, s.s. stáli og álblöndum. Notkun asfalts hófst upp úr 1892 þegar tjörupappi var fundinn upp. Nú er farið að nota gerviefni, s.s. gúmmí- og plastefni.
S.e. valmaþak; risþak; gaflsneiðingur; brotþak.
[þýska] Dach
[enska] roof
[danska] tag
Leita aftur