Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[þýska] Bogen
[enska] arch
[íslenska] bogi kk.
[skilgr.] bogadregin burðarhleðsla úr steini milli tveggja stoða og situr hvor endi á bogasæti
[skýr.] Milli boga og bogasætis er bogasætisbrík. Steinarnir sem mynda bogann nefnast fleygsteinar en efsti steinninn lokasteinn; myndar oftast op í vegg fyrir glugga eða dyr; gegndi fyrst mikilvægu hlutverki í rómverskri byggingarlist og tók við hlutverki grísku þverhlaðanna. Einföldustu gerðir boga eru hálfhringbogi, einkennandi fyrir byggingarlist Rómverja og síðar í rómönskum stíl, og sneiðbogi. Skyldur þeim er skeifubogi algengur hjá Normönnum og Engilsöxum í Englandi og einnig í íslamskri byggingarlist. Oddbogi og lensubogi tilheyra báðir gotneskum stíl. Broddbogi er einkennandi fyrir síðgotneskan og íslamskan stíl. Laufabogar, t.d. þrílaufabogi, fimmlaufabogi og marglaufabogi eru afbrigði sem til eru í byggingarlist Mára, rómönskum stíl og einnig á miðöldum. Okbogi er hlaðinn inn í vegg, ofan við þverbita yfir opi, og léttir þunganum af honum
[danska] bue
Leita aftur