Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[íslenska] stafverk hk.
[skilgr.] byggingarlag í timburhúsagerð í NV-Evrópu á miðöldum, einkum á Norðurlöndum;
[skýr.] byggt upp af lóðréttum stöfum, sívölum eða ferköntuðum, sem felldir voru ofan á aursyllu. Að ofan voru lagðar staflægjur eða syllur og þær felldar í gróp á stöfunum. Í bilin á milli voru síðan felldar lóðréttar þiljur í gróp. s var alg. í íslenska torfbænum í frumstæðri mynd. Dæmi um s eru norsku stafkirkjurnar og bænhúsið að Gröf á Höfðaströnd. Sbr. bindingsverk, stokkverk, bolverk.
[þýska] Stabwerk
[enska] stave construction
[danska] stavkonstruktion
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur