Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[þýska] Moschee
[íslenska] moska kv.
[skilgr.] bænahús í íslam;
[skýr.] venjulega byggðar um ferhyrndan garð með súlnagöngum umhverfis og oft með eitt eða fleiri hvolfþök og bænaturna. Sú hlið sem snýr að Mekka er dýpst og hefur flesta sali. Þar er bænaskot í veggnum og predikunarstóll (minbar). Í moskum eru málverk og höggmyndir af lifandi verum bönnuð en þær skreyttar táknum og arabísku skrautletri að innan sem utan. Greinarmunur er gerður á föstudagsmosku (jami) sem rúmar alla sóknina til föstudagsbæna, og lítilli bænamosku (masjid) sem notuð er til daglegrar bænagjörðar. Helgustu moskurnar eru í Mekka, Medína og Jerúsalem en auk þeirra má nefna Ibn Tulun moskuna í Kaíró, Moskuna miklu í Damaskus á Sýrlandi og Keisaramoskuna í Ísfahan í Íran
[enska] mosque
[danska] moské
Leita aftur