Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[danska] ?
[íslenska] íslenski torfbærinn
[skilgr.] húsakynni Íslendinga frá landnámstíð og fram á 20. öld.
[skýr.] Veggir voru ásaþak, síðar sperruþak og þekjan úr torfi sem ýmist var lagt á hellur, reisifjöl, skarsúð eða beint á rafta og langbönd. Gólf voru venjulega moldargólf. Þó var oft hellulagt innan við bæjardyr. Elstu bæirnir voru langhús sem í var eitt rými, (elda)skáli, t.d. Ísleifsstaðir í Borgarfirði. Í skálanum voru upphækkaðir bálkar eða set með langveggjum, þar sem rúmstæði voru. Á miðju gólfi var langeldur til upphitunar og eldstó til matreiðslu. Seinna voru byggð smáhýsi út úr skálanum, fyrst óreglulega (Skallakot í Þjórsárdal, 10.öld) en síðar skipulega (Stöng í Þjórsárdal, 11.öld). Að Stöng bætist stofa við sem afhýsi úr öðrum enda skálans en búr og salerni út úr bakhlið hans. Í stofu voru bekkir með langveggjum og þverpallur í enda hennar og var þar setið og unnið, matast og tekið á móti gestum. Í miðstafgólfi í stofu höfðingja var öndvegi. Þar var vandaður stóll í stað bekkjar og öndvegissúlur til beggja handa útskornar goðamyndum og öðru skrauti. Með tímanum þróaðist húsaskipan yfir í fleiri herbergi sem urðu sjálfstæð hús tengd með göngum. Elstu minjar um göng eru í Gröf í Öræfum (14. öld). Þar er einnig að finna baðstofu hina fornu. Í henni var grjótofn og fóru menn þar í gufubað. Með tímanum breyttist hún í íbúðarbaðstofu vegna þess að hún var hlýjasta herbergið og menn flúðu þangað undan kuldanum með vinnu sína og síðan svefnaðstöðu. Veðurfar eftir landshlutum hafði einnig áhrif á þróunina. Á Norðurlandi var gangabærinn algengari en fyrir sunnan vegna kulda og voru þar tvær til þrjár húsaraðir hver fyrir aftan aðra og tengdar með göngum. Á Suðurlandi voru húsin lengd aftur og rýmin skilin að með þili og þvergöngum. Bæjardyr voru í stað ganga. Á síðari tímum var húsunum raðað fram á hlað og sneru gaflhlöð húsanna fram. Helstu rými í í voru bæjardyr, göng, stofa, skáli, eldhús, búr, baðstofa, skemma, smiðja og fjós.
S.e. torfbær
[þýska] ?
[enska] ?
Leita aftur