Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[þýska] Säulenordnung
[íslenska] súlnaregla kv.
[skilgr.] fimm megingerðir burðarsúlna í klassískri byggingarlist;
[skýr.] samanstendur af súlu, venjulega með stalli, og súluhöfði sem heldur uppi þverhlaði. Hjá Forn-Grikkjum voru þrjár súlnareglur, dórísk, jónísk og korinþísk regla. Rómverjar bættu við toskanskri og samsettri reglu. Dórísk súlnaregla (dórískur stíll) er sú eina sem ekki hefur stall undir súlu. Súluhöfuðið er einfalt og súlan riffluð. Jónísk súlnaregla (jónískur stíll) er léttbyggðari og fínlegri en sú dóríska, með granna súlu, venjulega rifflaða. Einkenni hennar er snigill eða sveigvindingur á súluhöfðinu. Korinþísk súlnaregla (korinþískur stíll) hefur bjöllulaga súluhöfuð skreytt með átta súlublómum (acanthus). Súlan er oftast riffluð. Toskönsk súlnaregla (toskanskur stíll) er eins og sú dóríska að undanskildu þverhlaðinu sem er mjög einfalt. Súlan er slétt. Samsett súlnaregla (samsettur stíll), síðar kölluð rómönsk súlnaregla (rómanskur stíll), samtvinnar áberandi snigla jónísku s og súlublóm hinnar korinþísku á súluhöfðinu og er þess vegna sú skrautlegasta. Súlan er ýmist riffluð eða slétt.
[enska] order
[danska] søjleorden
Leita aftur