Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[íslenska] píramíti kk.
[sh.] pýramíti
[sh.] píramídi
[sh.] píramíði
[skilgr.] strýtulaga mannvirki á ferhyrndum grunnfleti með þríhyrningslaga hliðar sem rísa upp í einn topp. Hliðarnar eru stundum tröppulaga.
[skýr.] Konungagrafir Forn-Egypta voru pýramítar fram til 1700 f.Kr. Í Egyptalandi hafa 70 píramítar varðveist og eru flestir þeirra vestan við ána Níl. Dæmi um píramíta í Egyptalandi eru þrepapíramíti Djósers faraós í Sakkara og Píramítarnir miklu í Giza, píramíti Kefrens, Mýkerínosar og Keops, sem er þeirra stærstur. Mayaindíánar í Mið-Ameríku byggðu píramítalaga undirstöður undir hofbyggingar sínar, sem einnig kallast píramítar. Dæmi er Sólpíramítinn í Teotihuacán í Mexíkó.
[þýska] Pyramide
[enska] pyramid
[danska] pyramide
Leita aftur