Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[íslenska] kirkja kv.
[sh.] kirkjubygging
[skilgr.] guðshús kristinna manna;
[skýr.] skiptast í tvo meginflokka eftir lögun grunnflatar, miðjukirkjur og langkirkjur. Miðjukirkjur voru upphaflega greftrunar- eða skírnarkirkjur og áttu rætur að rekja til Býsanska ríkisins. Þær voru algengar í frumkristni og á endurreisnartímanum. Langkirkjur eiga rætur að rekja til hinnar rómversku basilíku. Á miðöldum var farið að bæta við kirkjur þverskipum, kór ásamt kórskansi og forkirkju ásamt klukkuturni og öðrum turnum. Byggingarlag kirkna hélst að mestu óbreytt allt fram á 19. öld er lögun þeirra tók að breytast og verða óhefðbundin. Fyrstu kirkjur á Íslandi voru að öllum líkindum heimiliskirkjur byggðar úr torfi og timbri en þó er getið um nokkrar timburkirkjur á landnámsöld, t.d. kirkjurnar að Esjubergi og Innra-Hólmi sem byggðar voru fyrir kristnitöku. Torfkirkjur voru í miklum meirihluta allt fram á 19. öld þegar farið var að byggja kirkjur úr steini eða timbri. Flestar íslenskar kirkjur voru langkirkjur. Dómkirkjur og aðrar veglegar kirkjur voru úr timbri með þverskipi og hliðarskipum en torfkirkjur voru einskipa. Báðar gerðir höfðu kór sem var í upphafi minni um sig en framkirkjan og einnig oft forkirkju. Stærstu íslensku kirkjur á miðöldum voru dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum. Upp úr 1800 fóru gömlu torfkirkjurnar að víkja fyrir timburkirkjum sem urðu strax mjög algengar. Lögun þeirra var ekki mjög frábrugðin torfkirkjunum, en þær voru byggðar úr bindingsverki í stað stafverks áður, þær stækkuðu og hækkuðu, og ofan á þær bættist klukkuturn eða klukknahús
S.e. salkirkja; tvílyft kirkja; útbrotakirkja
[þýska] Kirche
[enska] church
[danska] kirke
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur