Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[danska] tempel
[enska] temple
[íslenska] hof hk.
[skilgr.] helgistaður eða guðshús; notað við tilbeiðslu guða í ýmsum trúarbrögðum;
[skýr.] kirkjur, samkunduhús Gyðinga og moskur teljast þó ekki til hofa; oftast vegleg mannvirki og endurspegla það besta í byggingarlist viðkomandi menningar. Forsöguleg hof voru gerð í hellum, s.s. hjá magdalenískum þjóðflokkum (15 000-9000 f.Kr.) eða undir berum himni, t.d. Stonehenge (2100-1900 f.Kr.). Mesópótamísk hof (3000-500 f.Kr.), t.d. ziggurathofin, voru ferhyrndar byggingar hlaðnar úr leirsteinum með inngangi á langhlið. Fornegypsk hof voru annars vegar greftrunarhof fyrir faraóa sem teknir voru í guðatölu og hins vegar hof til dýrkunar á hinum fornu goðum. Þau höfðu venjulega forgarð umlukinn múrveggjum og hofstöplum við inngang, forsal eða súlnasal og helgisal inn af. Forn grísk hof voru venjulega ferhyrningar með helgisal og forhofi undir súlnaskyggni, nefnd stafnhof væru hliðarveggir undir súlnaskyggninu. Rómversk hof voru flest með svipuðu sniði en sum voru hringlaga. Búddahof á Indlandi voru ýmist niðurgrafnir helgisalir með skreyttum viðhafnarinngangi, keilulaga turnar eða aðeins styttur. Í Kína voru þau úr timbri á einni hæð, fagurlega skreytt og máluð en japönsku sintohofin voru nánast einfaldar kofabyggingar. Inkahof og mayahof í Ameríku voru úr steini og staðsett efst á tröppupíramítum. Rústir norrænna hofa hafa ekki fundist en ýmsir telja að tóttir sem fyrst voru grafnar upp af D. Bruun og Finni Jónssyni 1908 að Hofstöðum við Mývatn séu af hofi. Einnig benda ýmis örnefni til að þau hafi verið til á Íslandi
[þýska] Tempel
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur