Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Byggingarlist    
[þýska] Gartenstadt
[íslenska] garðborg
[skilgr.] borg byggð skv. hugmyndum E. Howard;
[skýr.] settar fram í riti hans To-morrow: A Peaceful Path to Real Reform (1898; endurútg. 1902 með titlinum Garden Cities of To-morrow). Í bókinni lýsti Howard nýrri borgargerð þar sem sameinaðir yrðu kostir borgar- og sveitalífs. Landsvæði garðborgar átti að vera takmarkað og sveitir umhverfis þar sem matvörur fyrir íbúa væru framleiddar. Allir íbúar áttu einnig að geta fundið starf við sitt hæfi innan borgarmarka. Íbúar máttu ekki vera fleiri en 30.000 og í stað þess að heimila vöxt umfram það átti að byggja nýjar garðborgir. Í bók sinni lýsti Howard einnig í smáatriðum rekstri garðborga. Árið 1899 voru stofnuð samtök í Bretlandi sem skyldu standa fyrir byggingu garðborga en aðeins tvær voru byggðar, Letchworth árið 1903 og Welwyn Garden City árið 1919. Hugmyndir Howards hafa haft mikil áhrif á skipulag nýborga eftir seinni heimsstyrjöld.
[danska] haveby
[enska] garden city
Leita aftur