Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Fornleifafræði    
Flokkun:C
[enska] soapstone, steatite
[danska] vegsten
[norskt bókmál] klebersten
[íslenska] kléberg hk.
[skilgr.] KLÉBERG er mjúkur og auðunninn nytjasteinn, samheiti fyrir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði.
[skýr.] Kléberg finnst ekki á Íslandi en var algeng innflutningsvara og finnst oft við fornleifauppgrefti, aðallega í lögum frá fyrstu öldum byggðar. Yfirleitt er talið að það hafi verið flutt inn frá Noregi eða Grænlandi, enda algengt á báðum stöðum. Kléberg var eftirsótt hráefni. Úr því voru gerð ílát, allt frá litlum bollum upp í stórar grýtur. Kléberg er eldfast og þolir mikinn hita, bergið er fitukennt og það má auðveldlega rispa með nögl. Kristján Eldjárn endurvakti orðið kléberg í íslenskri tungu en fram til þess hafði það verið kallað tálgusteinn líkt og fjölmargar aðrar mjúkar steintegundir.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur