Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Fornleifafræði    
Flokkun:C
[enska] lignite
[íslenska] surtarbrandur kk.
[skilgr.] SURTARBRANDUR er jarðlag sem myndast þar sem forn mólög lenda undir fargi yngri jarðlaga, t.d. setlaga eða hrauns. Þrýstingur og hiti valda því að mórinn kolast.
[skýr.] Surtarbrandur finnst helst í gömlum jarðlögum, a.m.k. 3 milljón ára. Hann er nokkuð algengur á Vest- og Austfjörðum. Surtarbrandur var sumstaðar nýttur til eldsneytis. Hann þótti gefa góðan hita en óþægileg lykt var af reyknum. Surtarbrandur var unninn á nokkrum stöðum á Íslandi á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, til dæmis í Bolungarvík, Botni í Súgandafirði, Tungubökkum á Tjörnesi og Jökulbotnum í Reyðarfirði.
Leita aftur