Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Fornleifafræði    
Flokkun:B
[enska] mitten
[íslenska] vattarsaumur kk.
[skilgr.] Ákveðin tegund af saumi. Verkinu miðar áfram í lykkjum eftir sömu meginreglu og við hekl eða prjón. Með þeim aðferðum myndar þráðurinn lykkjur sem hægt er að draga úr, svo að allt verkið rakni upp. Í vattarsaumi gengur þráðurinn gegnum þær lykkjur sem fyrir eru og er erfitt að draga hann úr aftur. Notast er við þræði af takmarkaðri lengd í hvert skipti og hnýtt er við nýjum þræði þegar þarf.
[skýr.] Vattarsaumur er líklega ævaforn aðferð. Til er sænskur vöttur, unnin með vattarsaumi, sem talinn er frá því um Krists burð. Auk þess þekktist aðferðin í Perú, Egyptalandi og Persíu. Vöttur sem fannst á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal er eini vitnisburðurinn um þessa aðferð á Íslandi.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur