Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Fornleifafræði    
Flokkun:D
[íslenska] gjóskulagafræði kv.
[skilgr.] GJÓSKULAGAFRÆÐI er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á gjósku.
[skýr.] Í fornleifafræði er gjóskulagafræði notuð til að aldursgreina mannvirki og telst til afstæðra tímasetningaraðferða. Einstök gjóskulög er hægt að rekja til gosa sem eru þekkt og tímasett í heimildum. Þetta er gert með því að skoða efnainnihald og kornastærð gjóskunnar sem og innbyrðis afstöðu gjóskulaga. Yfirleitt er rannsóknin framkvæmd af jarðfræðingi. Þegar aldur gjóskulaga er ljós er hægt að skoða afstöðu þeirra við mannvistarlög og gildir þá sama lögmál og í jarðlagafræði: yngri lög eru ofan á þeim eldri. Ef gjóska finnst í torfi í veggjum mannvirkis er það sönnun þess að torfið hafi verið skorið eftir að gjóskan féll.
[enska] tephrology, tephra chronology
Leita aftur