Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Iðjuþjálfun    
[enska] play and leisure activities
[íslenska] leikir og tómstundaiðja
[skýr.] Til leikja og tómstundaiðju telst sú iðja einstaklings, sem sprottin er af innri löngun og hefur fyrst og fremst þann tilgang að veita gleði og vellíðan. Hér er meðal annars átt við barnaleiki, íþróttir, útiveru, listsköpun, handíðir, félagsstarf, þátttöku í félagslífi og sjálfboðastarf. Verkin sem tilheyra þessu hæfnisviði eru mismunandi eftir því á hvaða lífsskeiði einstaklingurinn er og um hvers konar leiki eða tómstundaiðju er að ræða. Það er mikill munur á því hvort um er að ræða börn, fólk á vinnumarkaði eða þá sem eru að búa sig undir starfslok.
Leita aftur