Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Málfræði    
[enska] lexical meaning
[íslenska] orðasafnsmerking kv.
[skilgr.] Í merkingarfræði og orðhlutafræði er stundum greint á milli málfræðilegrar merkingar og ORÐASAFNSMERKINGAR. Orðasafnsmerking er þá sú merking orðs eða orðhluta sem fletta má upp í orðasöfnum.
[skýr.] Öll dæmin hér á undan innihalda rótina dug-. Í henni felst kjarni orðasafnsmerkingar þessara orða, sem öll snerta dugnað á einhvern hátt. Viðskeytin -leg-, -nað- og -and- hafa aftur á móti mismunandi málfræðilega merkingu og gera lýsingarorð (eða lýsingarhátt) og nafnorð úr rótinni.
[dæmi] Dæmi (þeir orðhlutar feitletraðir sem bera orðasafnsmerkingu): Dug-leg-ur, dug-a, dug-nað-ur, dug-and-i.
Leita aftur