Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Málfræði    
[íslenska] persónuháttur kk.
[skilgr.] PERSHÓNUHÆTTIR kallast þeir hættir sagna sem hafa ólíkar beygingarmyndir eftir því hver persóna frumlagsins er. Í íslensku eru þetta framsöguháttur, viðtengingarháttur og boðháttur.
[skýr.] Í fyrri dæmunum er sögnin hafa í persónuhætti (framsöguhætti) og lagar sig að frumlaginu. Í síðari dæmunum er sögnin vera í persónuhætti (viðtengingarhætti - sé, séuð, séu) og lagar sig líka að frumlaginu og þar kemur líka fyrir sögnin vilja í persónuhætti (framsöguhætti). Lýsingarhátturinn séð breytist ekkert eftir því hvert frumlagið er og ekki heldur nafnhátturinn mála því þetta eru fallhættir. - Athugið líka að sé frumlagið í aukafalli lagar sögnin sig ekki eftir því heldur stendur í 3.p.et.: Okkur (1.p.ft.þf.)/Ykkur (2.p.ft.þf.)/Mig (1.p.et.þf.) hefur (3.p.et.) lengi vantað smjör.
[dæmi] Dæmi (sagnir í persónuhætti feitletraðar): Ég hef séð hann. Þú hefur séð hann. Við höfum séð hann. Þótt hún að mála, þið séuð að mála og þau séu að mála þá vil ég ekki mála.
[enska] finite form
Leita aftur