Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Málfræði    
[enska] person
[íslenska] persóna kv.
[skilgr.] Málfræðihugtakið PERSÓNA er einkum notað um tiltekið atriði í beygingu sagna. Sagnir í persónuhætti geta haft þrjú mismunandi form í hvorri tölu (eintölu og fleirtölu) eftir því hver persóna frumlagsins er. Ef frumlagið er fornafn fyrstu persónu í nefnifalli (ég, við) er sögnin í fyrstu persónu, ef frumlagið er fornafn annarrar persónu í nefnifalli (þú, þið) er sögnin í annarri persónu, en annars er hún í þriðju persónu (og alltaf í þriðju persónu eintölu ef frumlagið er í aukafalli).
[dæmi] Ég held (1.p.et.) það. Við höldum (1.p.ft.) það. Þú sérð (2.p.et.) það. Þið sjáið (2.p.ft.) það. Hún sér (3.p.et.) það. Jón sér (3.p.et.) það. Þau sjá (3.p.ft.) það. Okkur (1.p.ft.þf.) hefur (3.p.et.) lengi vantað smjör.
Leita aftur