Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Málfræði    
[enska] matrix clause
[íslenska] móðursetning kv.
[skilgr.] Sú setning sem felur í sér aðra setningu (aukasetningu) sem setningarhluta er kölluð MÓÐURSETNING hennar.
[skýr.] Í fyrra dæminu er aukasetningin að hún kæmi aftur dóttursetning í móðursetningunni sem er afmörkuð með feitletruðu hornklofunum. Sú móðursetning er aðalsetning. Í síðara dæminu eru tvær dóttursetningar. Sú seinni, að mjólkin væri búin er setningarhluti í aukasetningunni sem hefst á orðunum að Jón vissi..., þannig að sú aukasetning er móðursetning hennar. En aukasetningin sem hefst á orðunum að Jón vissi ... er um leið setningarhluti í aðalsetningunni sem hefst á Ég sagði ... og þá dóttursetning hennar. Þannig má hafa nokkrar kynslóðir af mæðrum og dætrum í setningafræði, rétt eins og í lífinu sjálfu (og þá verða náttúrulega til ömmur og langömmur þótt málfræðingar tali nú yfirleitt ekki um slíkt).
[dæmi] Dæmi (móðursetning afmörkuð með hornklofum; aukasetning með sviga): [Ég sagði (að hún kæmi aftur)]. [Ég sagði [að Jón vissi (að mjólkin væri búin)]].
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur