Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Málfræði    
[enska] impersonal sentence
[íslenska] ópersónuleg setning kv.
[skilgr.] Setning sem ekki hefur frumlag er gjarna nefnd ÓPERSÓNULEG SETNING. Sumar sagnir eru í eðli sínu frumlagslausar, t.d. ýmsar sagnir sem hafðar eru um veðurlag, og því verða setningar ópersónulegar í þessum skilningi ef þær innihalda slíkar sagnir. Sögnin stendur þá jafnan í 3.p.et. - Í öðru lagi má nefna að sagnir sem taka með sér frumlag í aukafalli (frumlagsígildi) og laga sig því akki að frumlagi sínu í persónu og tölu eru gjarna kallaðar ópersónulegar sagnir. Þær standa líka alltaf í 3.p.et. Setningar sem innihalda slíkar sagnir eru líka oft kallaðar ópersónulegar.
[skýr.] Athugið að þótt orðið það í öðru dæminu virðist vera í stöðu frumlags hefur það ekki venjuleg frumlagseinkenni. Það má sjá af því að það hverfur í beinum (já/nei-) spurningum og ef einhver liður er færður fremst í setninguna: Rigndi mikið? Í nótt hefur snjóað. Þess vegna er það stundum kallað gervifrumlag.
[dæmi] Í gær rigndi (3.p.et.) mikið. Það hefur (3.p.et.) snjóað í nótt. Okkur hefur (3.p.et.) lengi langað til Parísar. Ykkur vantar (3.p.et.) ekki meiri sósu.
Leita aftur