Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Nytjaviðir    
Flokkun:674
[íslenska] valbjörk
[sh.] valbirki
[sh.] mösurbjörk
[sh.] masurbjörk
[skilgr.] Nytjaviður. Viðurinn með dreifðum smásveipum og "augum", mösurvígindi. Úr valbjörk er eingöngu unninn hringskorinn spónviður, valbjarkarspónn, því vígindin ná ekki í gegnum allan bolinn. Valbjarkarkrossviður og valbjarkarspónn voru ein verðmætasta útflutningsvara Finna um 1950.
[skýr.] Nafnið valbjörk hefur oft ranglega verið talið vísa til garðahlyns - Acer pseudoplatanus , t.d. í Íslenskri orðabók og mörgum gömlum heimildum (Orðabók háskólans - Ritmálsskrá).
[sænska] masurbjörk
[danska] valbirk
[latína] Betula pendula
[sh.] Betula pendula var. carelica
[sh.] Betula verrucosa
[skilgr.] Vaxtarform af vörtubjörk - Betula pendula, lítil kræklótt tré með sérkennilegum brúnum rákum eða sveipum (mergblettum) í viðnum. Orsök þeirra er ókunn, en vígindin eru m.a. talin stafa af því að barkarfrumur hafi vaxið inn í viðinn. Vex sunnanvert í Finnlandi og í Svíþjóð.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur