Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Nytjaviðir    
Flokkun:674
[spænska] alcornoque
[latína] Quercus suber
[skilgr.] Allt að 30 m hátt sígrænt lauftré af beykiætt - Fagaceae. N-Afríka og S-Evrópa. Myndar mikla skóga á Spáni, Portúgal, Marokkó, Alsír og Túnis. Ræktað m.a. í Kaliforníu og Virginíu í Bandaríkjunum.
[sænska] korkek
[íslenska] korkeik
[skilgr.] Nytjaviður. Nýttur er börkur trésins, korkur, sem er 5-10 sm þykkur en getur orðið allt að því 15 sm.
[skýr.] Korkinum er flett af stofni og neðst af stórum greinum á tímabilinu maí til ágúst þegar tréð hefur náð níu ára aldri eða þegar korkurinn hefur náð að verða a.m.k. 3.5sm þykkur. Stofninn er þá merktur með tveim síðustu tölustöfum þess árs sem korkinum er safnað. Tréð er síðan barkflett á 10 ára fresti og er unnt að safna korki af því þar til það nær 200 ára aldri. Korkur er m.a. notaður í tappa, sundbelti, sem einangrun og í gólfefni.
[þýska] Korkeiche
[danska] korkeg
[enska] cork oak
[franska] chêne liegè
Leita aftur