Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Nytjaviðir    
Flokkun:674
[íslenska] blakkaviður
[sh.] guajak
[skilgr.] Nytjaviður. Grágrænn, stundum brúnleitur kjarnviður, þungur, sterkur, harður, með mikið slitþol. Ókleyfur, þar sem viðartrefjar liggja allar á misvíxl, feitur og fúnar ekki.
[skýr.] Vegna eiginleika sinna var viðurinn fyrrum notaður í blakkahjól á seglskipum. Síðar í hefilsóla, tréhamra, reimhjól og legur undir vatni.
[danska] pokkenholt
[sh.] pokkenholttræ
[þýska] Pockholz
[latína] Guaiacum officinale
[skilgr.] Allt 12m hátt lauftré af blakkaviðarætt - Zygophyllaceae. Sunnanverð M-Ameríka til norðanverðrar S-Ameríku og eyjar í Karíbahafi.
[skýr.] Önnur tegund af sömu ættkvísl sem einnig er nýtt á svipaðan hátt er G. sanctum, allt að 10m hátt tré eða runni, í V-Indíum, Bahamaeyjum, Flórída og S-Mexíkó.
[enska] lignum vitae
[sh.] ironwood
[sh.] guaiacum
[sh.] guaiac
[skýr.] Nöfnin lignum vitae, og guaiacum virðast vera notuð um tréð, en guaiac um viðinn sjálfan og viðarkvoðuna.
Leita aftur