Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Stjórnmálafræði    
[íslenska] efnahagsleg samþætting
[sh.] efnahagslegur samruni
[skýr.] Samhæfing eða samruni ákveðinna þátta efnahagskerfa tveggja eða fleiri ríkja. Helstu stig efnahagslegrar samþættingar eru fríverslunarsvæði með afnámi tolla og annarra viðskiptahindrana milli aðildarríkjanna, tollabandalag sem auk fríverslunar hefur sameiginlega tolla gagnvart öðrum ríkjum, sameiginlegur markaður með hindrunarlausum flutningi á vinnuafli, fjármagni og þjónustu auk tollabandalags, efnahagsbandalag þar sem auk sameiginlegs markaðar er um að ræða samræmda efnahagsstefnu aðildarríkjanna, og algjör efnahagsleg samþætting þar sem eru settar sameiginlegar reglur um alla efnahagsstarfsemi í aðildarríkjunum.
[enska] economic integration
Leita aftur