Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Stjórnmálafræði    
[íslenska] skotkerfi hk.

[sérsvið] Afvopnunarsamningar
[skilgr.] Sá tækjabúnaður á landi, fastur (síló) eða hreyfanlegur, sem skýtur landeldflaugum/landskotflaugum eða gagneldflaug/gagnskotflaug af stað.
[skýr.] Í ensku og í SALT er flugvél sem ber flugvélaeldflaugar/flugvélaskotflaugar einnig kölluð skotkerfi (launcher). Skotkerfi fyrir stýriflaugar eru sá tækjabúnaður sem sleppir/skýtur stýriflaugum frá flugvélum, skipum eða landi. Í SALT er aðallega miðað við skotkerfi og skothólf af þeirri ástæðu að eigin eftirlitskerfi hvors aðila getur all auðveldlega fylgst með fjölda þeirra, en ekki jafn auðveldlega með fjölda eldflauga/skotflauga, en einkum sprengjuodda. Í reynd má segja að fjöldi skotkerfa jafngildi nokkurn veginn fjölda þeirra vopna sem andstæðingurinn getur notað á tiltölulega skömmum tíma. Fjöldi skotkerfa nær einnig yfir svo til öll vopnin.
[enska] launcher (a)
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur