Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Stjórnmálafræði    
[íslenska] Eftirlitsstofnun EFTA
[skýr.] Aðild Íslands frá 1994. Sameiginlegar reglur á Evrópska efnhagssvæðinu eru settar m.a. til að tryggja samkeppni og veita fólki og fyrirtækjum ýmis réttindi innan svæðisins. Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með því að reglum EES sé fylgt á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein auk þess sem hún annast ýmis stjórnsýslustörf. Eftirlitsstofnun EFTA er ætlað að tryggja að EFTA/EES ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og að fyrirtæki fari að reglum um virka samkeppni. Stofnunin getur rannsakað meint brot, annaðhvort að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvartana. Ef ríki lætur hjá líða að leiða EES-reglur í landslög, eða beita þeim rétt, hefur stofnunin afskipti af því. ESA getur síðan hafið formlega málsmeðferð og á lokastigi málsmeðferðar vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
[enska] EFTA Surveillance Authority , ESA
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur