Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Stjórnmálafræði    
[enska] EUREKA
[íslenska] Evreka
[sh.] samstarfsáætlun Evrópuríkja um þróun í hátækniiðnaði
[skýr.] Evreka-samstarfinu var komið á fót árið 1985 að frumkvæði François Mitterand Frakklandsforseta. Bandaríkin höfðu löngum haft forskot á Evrópumenn á sviði tækninýjunga og á áttunda áratugnum höfðu Japanar einnig orðið stórveldi á tæknisviðinu. Tilgangurinn með Evreka er að mæta þessari þróun að einhverju leyti með áherslu á hagnýta rannsókna- og þróunarstarfsemi sem á að auka alþjóðlega samkeppnisgetu evrópsks iðnaðar. Að Evreka eiga aðild framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins og öll aðildarlönd þess, EFTA-löndin (þar með talið Ísland) og Tyrkland.
Leita aftur