Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Stjórnmálafræði    
[íslenska] Frjálslyndi flokkurinn
[skýr.] Breskur stjórnmálaflokkur, stofnaður 1832; runninn frá Viggum sem voru lítt skipulagðir sem flokkur. Uppgangstímar flokksins voru á 19. öld þegar Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn fóru með völd á víxl. Flokkurinn aðhyllist framfarastefnu, einstaklingshyggju, almenn mannréttindi og aðstoð við þá sem minna mega sín en byggir ekki á kerfisbundinni hugmyndafræði. Verkamannaflokkurinn leysti Frjálslynda flokkinn af hólmi sem opinber stjórnarandstöðuflokkur 1922. Vegna bresku kosningalaganna með meirihlutakosningum í einmenningskjördæmum hefur flokkurinn fengið fá þingsæti þrátt fyrir allt að 20% kjörfylgi. Árið 1987 gekk meirihluti flokksmanna Jafnaðarmannaflokksins til liðs við Frjálslynda flokkinn og 1988 var nafninu breytt í Samtök jafnaðarmanna og Frjálslyndra demókrata.
[enska] Liberal Party
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur