Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Umhverfisorð (Albert S. Sigurðsson)    
[íslenska] þjóðlenda
[skilgr.] Þjóðlenda er landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Enginn má hafa afnot þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, nýta hlunnindi, vatns- og jarðhitaréttindi nema að fengnu leyfi. Það er hlutverk Óbyggðanefndar, sem starfar fyrir forsætisráðuneyti, að skera úr um hvaða land telst til þjóðlenda og hver mörk þeirra og eignarlanda séu. Þjóðlendur eru oft nýttar sem afréttur og það er einnig hlutverk Óbyggðanefndar að skera úr um hversu mikill hluti þjóðlendurnnar skal nýttur á þann hátt. Tengd hugtök: Afréttur, eignarland, hálendið
Leita aftur