Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Umhverfisorð (Albert S. Sigurðsson)    
[íslenska] umhverfisstjórnun
[skilgr.] "Meginmarkmið umhverfisstjórnunnar er að hafa stjórn á umhverfisþáttum í starfsemi fyrirtækja og sýna fram á stöðugar umbætur á sviði umhverfismála. Umhverfisstjórnunina má útfæra á ýmsan hátt. Fyrirtæki getur valið að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt eigin höfði eða að fylgja kröfum sem lýst er í alþjóðlega staðlinum ISO 14001 eða reglugerð nr 321/1996 um frjálsa þáttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB, EMAS reglugerðinni. Markviss umhverfisstjórnun fyrirtækis skilar ótvíræðum árangri:· Þekking innan fyrirtækisins vex og hægara verður að bregðast við óvæntum uppákomum og spá í framtíðina. Þetta orsakast af því að tekist hefur að kortleggja efnisstrauma og efnisnotkun og finna bestu lausn. · Mengun minnkar og virkni eykst með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið er til eftir að umhverfisúttekt hefur farið fram. · Rekstrargjöld, s.s. efniskostnaður og kostnaður við umbúðir og úrgangsförgun lækka og afkoman batnar. · Áhætta minnkar og öryggismál batna vegna bætts fyrirkomulags búnaðar og tækja. · Staða fyrirtækis á markaði styrkist vegna lækkunar framleiðslukostnaðar og vegna þess að á bak við framleiðsluvörurnar stendur hrein framleiðslutækni. · Staða fyrirtækisins gagnvart eftirlitsaðilum og yfirvöldum verður einfaldari. · Ímynd fyrirtækisins batnar, umfjöllun verður jákvæðari og fyrirtækið nýtur aukinnar velvildar vegna afstöðu sinnar til umhverfisverndar. ". Tengd hugtök: Vistferilsgreining, visthæf vöruþróun
[enska] environmental management
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur