Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Fornleifafræði    
Flokkun:D
[enska] Oseberg style
[íslenska] Ásubergsstíll kk.
[skilgr.] Norrænn skreytistíll frá víkingaöld. Skrautið byggist upp á ýmiss konar dýrum og furðuskepnum, oft höfuðsmáum og með ólögulegan líkama. Oft togna útlimirnir í langa anga og vefjast dýrin þá hvert um annað og mynda mynsturheild eða net.
[skýr.] Ásubergsstíll tekur nafn sitt af útskornum munum úr tré sem fundust í Ásubergshaugnum á Vestfold 1903. Ásubergsstíll er fyrsti eiginlegi víkingastíllinn á Norðurlöndum og talinn hafa átt blómaskeið sitt fyrir árið 850. Stíllinn er náskyldur Borróstíl og eru þeir saman oft nefndir eldri víkingastíll.
[dæmi] Á Íslandi hafa einungis fundist tveir gripir í Ásubergsstíl, nælur frá Skógum í Flókadal, að líkindum úr kumli . Þær eru taldar frá fyrri hluta 9. aldar og eru nánar tiltekið af Berdalsgerð.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur