Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] expressjónismi
[sh.] tjástíll
[sh.] tjáningastefna
[sh.] expressionismi
[skilgr.] (úr fr. expression, tjáning) alþjóðleg stefna í listum sem blómstraði á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar, einkum í Þýskalandi
[skýr.] e kom fram sem andóf gegn raunsæisstefnu og impressjónisma og lagði áherslu á óhefta tjáningu listamannsins á tilfinningum og eigin viðhorfum. Þýski listfrömuðurinn Herwarth Walden var fyrstur til að nota hugtakið í þessari merkingu í riti sínu Der Sturm. Í seinni tíð hefur e verið notað yfir alla myndlist þar sem vikið er út af viðteknum hugmyndum um raunsæi og rétt hlutföll og gripið er til öfga í formgerð og litum til að koma til skila kenndum listamannsins. Í Þýskalandi voru margir áhangendur e meðlimir í listamannasamtökunum Die Brücke og Der Blaue Reiter. Franska afbrigði e fékk nafnið fávismi.
[dæmi] Fyrstu listamennirnir sem verulega kvað að voru Vincent van Gogh og Edward Munch. Seinna komu til sögunnar Ernst Ludwig Kirchner, Oskar Kokosschka, Emil Nolde, Wasily Kandinsky og Franz Marc. Á Íslandi gætti áhrifa e m.a. í verkum Finns Jónssonar og Jóhanns Briem.
[sbr.] abstrakt-expressjónismi, nýexpressjónismi
[enska] Expressionism
[danska] ekspressionisme
Leita aftur