Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[enska] Minimalism
[sh.] minimal art
[íslenska] mínimalismi
[sh.] naumhyggja
[skilgr.] (úr e. minimal, í lágmarki) stefna í nútímalist, einkum í höggmyndalist, sem átti upptök sín í Bandaríkjunum um 1960
[skýr.] m einkennist af einföldum, yfirleitt þrívíðum verkum, úr einsleitum fjöldaframleiddum einingum, t.d. strendingum eða sívalningum. Listamenn sem fylgja m leitast við að sniðganga tilfinningalega túlkun og sjónrænar blekkingar en leggja áherslu á áþreifanlegar eigindir eins og stærð, umfang, lit, efnivið og áferð.
[dæmi] Meðal helstu fylgismanna m eru Carl Andre, Donald Judd og Dan Flavin. m gætir í verkum nokkurra íslenskra listamanna, t.d. Ívars Valgarðssonar og Þórs Vigfússonar.
[danska] minimalisme
[sh.] minimal art
Leita aftur