Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] póstmódernismi
[skilgr.] (úr e. postmodernism, eftir módernisma) samheiti yfir margvíslega strauma í menningu og listum á síðari hluta 20. aldar sem einkennast af blöndun ólíkra stíltegunda, listgreina eða menningarsviða og af efasemdum um ýmsar meginstoðir vestrænnar hugsunar
[skýr.] Upphaflega var hugtakið p notað um tilraunir í arkitektúr til að endurnýja og útvíkka ríkjandi hefðir módernisma, einkum funksjónalisma, með notkun líflegra, litríkra og oft hæðnislegra tilvitnana í eldri stíla byggingarlistar. Í myndlist einkenndist p af formleysi, flæði og frelsi þar sem blöndun á hugmyndum, miðlum og listformum innibar háð og húmor og jafnvel ádeilu á ríkjandi menningarleg gildi. Áhersla var lögð á að afmá skilin á milli hámenningar og lágmenningar og mikilvægi hins upprunalega var dregið í efa. Samkvæmt p var ekki til einn ríkjandi stíll eða skilgreining á því hvað er list og listamenn voru því óhræddir við að nýta sér listasöguna bæði í innihaldi, tækni og stíl.
[dæmi] Sem dæmi um stefnur sem falla undir p má nefna konseptlist, nýexpressjónisma og femínísku listhreyfinguna en Jeff Koons, Cindy Sherman, Sherrie Levine og Judy Chicago eru dæmi um einstaka listamenn.
[enska] Postmodernism
[danska] postmodernisme
Leita aftur