Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] popplist
[skilgr.] alþjóðleg listhreyfing er var ríkjandi í Bretlandi og Bandaríkjunum á 6. og 7. áratug 20. aldar
[skýr.] p nýtti sér myndmál neysluþjóðfélags og dægurmenningar t.d. auglýsingar, kvikmyndir og myndasögur og beitti fjölbreyttri tækni við gerð fígúratívra verka sem voru blanda af háði og velþóknun. Popplistamenn lögðu áherslu á að gera listina aðgengilega almenningi og vildu afnema skilin á milli hámenningar og lágmenningar. p var undir áhrifum dadaisma og að hluta til andsvar við abstrakt-expressjónisma.
[dæmi] Meðal helstu fulltrúa p voru Roy Lichtenstein, Claes Oldenburg, Richard Hamilton og Andy Warhol. Á meðal íslenskra listamanna gætti áhrifa p m.a. í verkum Errós og Sigurjóns Jóhannssonar.
[danska] pop-art
[enska] Pop Art
Leita aftur