Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] súrrealismi
[skilgr.] (úr fr. surréel, ofar veruleika) alþjóðleg stefna í myndlist og bókmenntum sem kom fram í Frakklandi upp úr 1920 og blómstraði fram að seinni heimsstyrjöld
[skýr.] s í myndlist spratt upp úr dadaisma, symbólisma og kenningum Sigmunds Freud en markmið stefnunnar komu fram í stefnuskrá sem rithöfundurinn André Breton birti 1924. Fylgismenn s snerust gegn vitsmunalegu viðhorfi til listsköpunar og leituðust við að tjá það sem dulvitundin hafði að geyma og birtist t.d. í draumum, við dáleiðslu og í ósjálfráðri skrift. Listinni var ætlað að afmá mörkin milli draums og veruleika og skapa þannig nýja vitund. Hin ósjálfráða listsköpun s hafði m.a. áhrif á abstrakt-expressjónisma.
[dæmi] Af fulltrúum s má nefna málarana Max Ernst, André Masson, René Magritte, Salvador Dalí og Yves Tanguy. Á Íslandi gætti áhrifa s t.d. í höggmyndalist Sigurjóns Ólafssonar (1930-40), málaralist Errós (1950-70) og í teikningum Alfreðs Flóka.
[enska] Surrealism
[danska] surrealisme
Leita aftur