Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Máltækni    
Flokkun:almennt
[íslenska] mat hk.
[skilgr.] Mat er mikilvægur þáttur í þróun kerfa innan tungutækni. Við þróun kerfa er mikilvægt að kerfin séu einföld, eðlileg og þægileg í notkun. Mat á kerfum felst í nokkrum þáttum; kerfismati sem metur hvort kerfið sé villulaust og standist kröfur sem hönnunin kveður á um; notendamati þar sem kerfið er metið með tilliti til notandans; og útfærslumati þar sem útfærsla kerfisins er metin og athugað hvort kerfið stenst þær kröfur sem settar voru fram í upphafi.
[dæmi] Mismunandi er eftir kerfum hvernig matið fer fram og sem dæmi má nefna að við mat á þátturum er nauðsynlegt að bera þá saman við þjálfunarsafn sem hefur verið þáttað í höndunum til að sjá hvernig sem bestar niðurstöður fáist.
[enska] evaluation
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur