Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[danska] Bauhaus
[íslenska] Bauhaus
[skilgr.] (úr þý. Bau, bygging og Haus, hús) þýskur myndlista- og handíðaskóli, stofnaður af Walter Gropius, sem starfaði í Weimar 1919-1925, í Dessau 1925-1932 og í Berlín 1932-1933 þegar nasistar lokuðu skólanum
[skýr.] Í B lærðu nemendur bæði handverk og fagrar listir og var lögð áhersla á listræna hönnun á fjöldaframleiddum hlutum til daglegra nota. Hönnun B einkennist af geómetrískum formum þar sem notagildi er tekið fram yfir skreyti og hafði mikil áhrif á iðnhönnun eftir sína daga.
[dæmi] Skólabygging B í Dessau er gott dæmi um hugmyndafræði skólans en þar fara saman félagslegir þættir, notagildi og formfegurð.
[enska] Bauhaus
Leita aftur