Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] endurreisn
[sh.] endurreisnarstefna
[skilgr.] hreyfing í evr. menningu sem kom upp á Ítalíu á 14. öld, breiddist þaðan um Evrópu og náði hámarki á 15. og 16. öld
[skýr.] Alþjóðlega heitið er dregið af franska orðinu ‚renaissance‘ sem þýðir endurfæðing en ítalski listfræðingurinn Vasari notaði fyrstur hugtakið endurfæðing eða ‚rinascimento‘ árið 1550. e lagði áherslu á jarðlífið og manngildi einstaklingsins og leitaði einkum fyrirmynda í klassískri fornöld. Í myndlist e náðu menn auknu valdi á líffærafræði og þróuðu línufjarvídd og andrúmsfjarvídd um leið og myndefnið varð veraldlegra og oftar en ekki sótt í klassískar goðsagnir og bókmenntir. Með e var farið að aðskilja listamenn frá handverksmönnum og upphefja einstaka listamenn sem snillinga. Ítalskri e má skipta í 3 tímabil: frumendurreisn á 15. öld; háendurreisn um 1480-1527; síðendurreisn á 16. öld.
[dæmi] Helstu listamenn frumendurreisnar voru Filippo Brunelleschi, Donatello og Sandro Botticelli sem allir störfuðu í Flórens. Donato Bramante, Leonardo da Vinci, Michelangelo Buonarroti, Rafael og Titian eru þekktustu meistarar háendurreisnar. e breiddist út í N-Evrópu í kjölfar siðbótar og meðal listamanna sem störfuðu þar voru Albrect Dürer og Hans Holbein.
[enska] Renaissance
[danska] renæssance
Leita aftur