Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] rómantíska stefnan
[sh.] rómantík
[skilgr.] (úr fornfr. romanz, á þjóðtungu (andsætt lat.)) samheiti yfir ýmsar menningarhreyfingar í Evrópu á s.hl. 18. aldar og f.hl. þeirrar 19. sem áttu það sameiginlegt að vera andóf gegn skynsemisdýrkun upplýsingaaldar
[skýr.] Í myndlist var r andóf gegn formfestu nýklassíska stílsins og birtist með ýmsum hætti. Sameiginleg einkenni r eru tilfinningahiti, einstaklingshyggja, náttúrudýrkun og áhersla á þjóðleg og alþýðleg verðmæti sem oft eiga rætur að rekja til miðalda. r kom fyrst fram í Þýskalandi og Englandi og barst þaðan til annarra landa. r fór halloka fyrir raunsæisstefnunni um miðja 19. öld en ýmsir meginþættir hennar, t.d. áherslan á ímyndunaraflið, urðu síðar mikilvægir fyrir þróun nútímalistar.
[dæmi] Meðal helstu fulltrúa r í málaralist voru Eugène Delacroix og Théodore Géricault í Frakklandi sem einkum túlkuðu mikilfenglegar ástríður og hetjuskap; John Constable og William Turner í Englandi sem lögðu grunn að rómantískri landslagshefð; Caspar David Friedrich í Þýskalandi sem ítrekaði lotningu og ótta mannsins andspænis náttúruöflunum. Helsti fulltrúi r á Norðurlöndunum var Johan Christian Dahl.
[enska] Romanticism
[danska] romantik
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur