Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] Úrnesstíll
[skilgr.] norrænn skreytistíll sem tíðkaðist í Skandinavíu og á Bretlandseyjum á síðari hluta 11. aldar og fram á 12. öld
[skýr.] Dregur nafn sitt af útskurði á stafkirkjunni í Urnes í Noregi og þróaðist út frá Hringaríkisstílnum. Helsta myndefnið er stórt og spengilegt ferfætt dýr, umvafið slöngudýri og bandfléttum.
[dæmi] Á Íslandi hafa fundist tvær nælur í Ú, silfurnæla frá Tröllaskógi og gyllt bronsnæla frá Skáney.
[enska] Urnes style
[danska] Urnesstil
Leita aftur