Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] impressjónismi
[skilgr.] (úr fr. impression, áhrif, hughrif) hreyfing í málaralist upprunnin í Frakklandi um 1870
[skýr.] heitið i var dregið af málverki Claudes Monet: Impression, soleil levant, sem sýnt var í París 1874 og vakti mikla hneykslan gagnrýnenda vegna óhefðbundinnar tækni og myndefnis. Fylgismenn i nýttu sér samtímarannsóknir vísindamanna eins og Michel-Eugènes Chevreul á eðli lita. Þeir notuðu óblandaða frumliti sem þeir báru á léreftið með stuttum, kvikum pensildráttum sem renna saman í eina heild á sjónhimnu áhorfandans. Fylgismenn i lögðu einnig áherslu á að mála undir berum himni og fanga í einni svipan hughrif lita og birtu í náttúrunni í stað þess að fullvinna verkin á vinnustofu.
[dæmi] Meðal listamanna sem aðhylltust i voru Claude Monet, Berthe Morisot, Camille Pissarro, Mary Cassatt, Pierre-Auguste Renoir og Alfred Sisley. Á Íslandi komu áhrif i m.a. fram í málverkum Ásgríms Jónssonar og Jóhannesar S. Kjarvals.
[enska] Impressionism
[danska] impressionisme
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur