Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[enska] Neo-Impressionism
[sbr.] pointillism
[íslenska] nýimpressjónismi
[skilgr.] stefna í franskri málaralist á síðari hluta 19. aldar, eins konar vísindaleg útgáfa impressjónisma
[skýr.] Heitið n var sett fram af listgagnrýnandanum Félix Fénéon árið 1886 þegar hópur listamanna með Georges Seurat í forsvari sýndi verk unnin með nýrri tækni, pointillisma. Nýimpressjónistar, líkt og impressjónistar, voru uppteknir af ljósi og litum en ólíkt impressjónismanum, sem var sjálfsprottinn, byggðist n á nákvæmum rannsóknum á eðli lita og tilraunum til uppbyggingar mynda með reglulegum deplum í óblönduðum litum sem renna áttu saman á sjónhimnu áhorfandans. Þótt hreyfingin væri skammlíf hafði hún mikil áhrif á listamenn í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20.
[dæmi] Helstu listamenn eru Georges Seurat, Paul Signac, Camille Pissarro og Lucien Pissarro.
[danska] neo-impressionisme
Leita aftur