Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
Flokkun:ste
Önnur flokkun:evrópsk nútímalist
[enska] Symbolism
[danska] symbolisme
[íslenska] symbólismi
[sh.] táknsæisstefna
[skilgr.] (af orðinu symból, tákn) stefna í bókmenntum og myndlist í Evrópu á síðari hluta 19. aldar og upphafi 20. aldar
[skýr.] Franska skáldið Jean Moréas gaf stefnunni nafn og birti stefnuskrá hennar árið 1886. Í myndlist var s andsvar við raunsæisstefnu og impressjónisma. Symbólistar sniðgengu hlutlæga túlkun á veruleikanum en reyndu þess í stað að draga saman ólíka þætti hans með margræðum táknum og upphófu einstaklingsbundna innlifun og óbeislað ímyndunarafl. Í s fór einnig saman dulspekitrú og áhugi á hinu upprunalega og frumstæða. Blómaskeiði s lauk um 1900 en stefnan hafði m.a. áhrif á súrrealisma.
[dæmi] Meðal helstu listamanna s voru Odilon Redon, Gustave Moreau og Puvis de Charannes í Frakklandi, Gustav Klimt í Austurríki, Max Klinger í Þýskalandi, Fernand Khnopff í Belgíu, Jan Toorop í Hollandi, Ferdinand Hodler í Sviss og Giovanni Segantini á Ítalíu. Á Íslandi komu áhrif s fram í höggmyndum Einars Jónssonar og eldri málverkum Jóhannesar Kjarval.
Leita aftur