Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] kúbismi
[skilgr.] (úr lat. cubus, teningur) alþjóðleg hreyfing í myndlist er kom fram í París um 1907 og hafði runnið sitt skeið á 3. áratugnum
[skýr.] Heitið k kom fyrst fram árið 1908 þegar listgagnrýnandinn Louis Vauxcelles lýsti verkum Georges Braque sem smáum teningum. Frumkvöðlar k voru Pablo Picasso og Georges Braque og studdust þeir m.a. við kenningar Pauls Cézanne og afrískar tréskurðarmyndir. Með k var hafnað hefðbundinni framsetningu á þrívíðum hlutum á tvívíðum fleti en í staðinn voru form fyrirmynda leyst upp og margar hliðar sýndar samtímis á einum fleti. Skipta má þróun k í þrjú stig: 1) Frumkúbismi, 1907-10, en frá þeim tíma eru brautryðjandaverk Picassos, Stúlkurnar frá Avignon (1907), og efnismiklar og stílfærðar landslagmyndir Picassos og Braques. 2) Analýtískur kúbismi, 1910-12, þar sem fyrirmyndir voru brotnar upp og sýndar frá mismundandi sjónarhorni á tvívíðum myndfleti. Litavalið var oft fábrotið til að draga ekki athyglina frá greiningu forma. 3) Synþetískur kúbismi, eftir 1912, þegar listamenn hófu að setja saman litrík myndbrot úr veruleikanum með samklippi þar sem dagblöð og umbúðir urðu hluti af verkinu og jafnvel utanaðkomandi efni eins og sandur. k hafði áhrif á margar seinni hreyfingar t.d konstrúktívisma og nýplastískan stíl.
[dæmi] Frumkvöðlar og helstu listamenn k eru Pablo Picasso og Georges Braque.
[enska] Cubism
[danska] kubisme
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur