Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] rókókó
[skilgr.] (úr fr. rocaille, völu- og skeljaflúr) stíll í evrópskri list upprunninn í Frakklandi snemma á 18. öld og blómstraði á valdaskeiði Loðvíks 15. (1723-1774)
[skýr.] Orðið r var fyrst notað um stíl tímabilsins um miðja 19. öld og þá í niðrandi merkingu. r þróaðist út frá barokkstílnum en hefur mun léttara, ljósara og fágaðra yfirbragð. r einkennist af sveigðum formum og ósamhverfu, fínlegu skrauti sem sækir fyrirmyndir í náttúruna eins og blóm, skeljar og steina. Myndlistarmenn r lögðu einkum út af goðsögnum, hjarðmannarómantík og holdsins lystisemdum. r var fyrst og fremst hirðstíll en setti einnig mark sitt á alþýðulist, t.d. rósamálun.
[dæmi] Áhrifa r gætir mest í húsgögnum og híbýlaskrauti en einnig í málverkum og höggmyndum, t.d. í verkum Antoines Watteau, François Boucher og Jean-Honorés Fragonard.
[enska] Rococo
[danska] rokoko
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur