Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] sitúasjónistar
[skilgr.] (af orðinu sitúasjón, ástand, aðstæður) alþjóðleg hreyfing róttækra framúrstefnulistamanna stofnuð á Ítalíu 1957 og lögð niður 1972
[skýr.] Meðlimir s komu úr ýmsum greinum lista og vildu tvinna saman ólíkar listgreinar og samþætta list og daglegt líf. Hreyfingin kom hugmyndum sínum m.a. á framfæri í tímaritinu „Internationale situationniste”. Uppákomur þar sem skapaðar voru óvæntar aðstæður, slagorð og skopmyndir voru áberandi í listsköpun s en einnig nýttu þeir eldri verk sem þeir breyttu með ýmsum hætti. Meðal áhrifavalda s voru dadaismi, súrrealismi og lettrismi og pólitískar hreyfingar eins og anarkismi og marxismi. Í upphafi 7. áratugarins urðu pólitískar deilur til þess að hópurinn klofnaði. Í kjölfarið varð Drakabygget í Suður-Svíþjóð miðstöð norrænna fylgismanna s.
[dæmi] Helstu hvatamenn s voru Guy Debord og Asger Jorn og meðal annarra meðlima voru Constant, Ralph Rumney og Jörgen Nash.
[enska] Situationist
[danska] Situationisterne
Leita aftur