Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
Flokkun:ste
Önnur flokkun:miðaldir
[danska] bysantinsk kunst
[enska] Byzantine art
[íslenska] býsönsk list
[skilgr.] (úr gr. Byzantion, eldra nafn á Konstantínópel sem nú heitir Istanbúl) list Austrómverska ríkisins við austanvert Miðjarðarhaf frá því um 400-1453 e.Kr.
[skýr.] Í b fléttuðust saman rómversk, grísk og austræn stílbrigði og var mikið lagt upp úr íburðarmiklum skreytingum. b er í eðli sínu trúarleg og táknræn, oft með hátíðlegum svip, og höfðar frekar til andlegrar upphafningar en ytri raunveruleika. b hafði mikil og varanleg áhrif á myndlist bæði í Austur- og Vestur-Evrópu.
[dæmi] b birtist aðallega í veggmálverkum, mósaík, fílabeinsskurði, gull- og silfursmíði, vefnaði og lausamálverkum á tré. Dæmi um b má sjá í Sofíukirkjunni í Istanbúl og San Vitale í Ravenna á Ítalíu.
Leita aftur