Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] vortisismi
[skilgr.] (úr e. vortex, svelgur) skammlíf bresk framúrstefna í myndlist og bókmenntum sem kom fram í upphafi árs 1914 og lognaðist út af við upphaf fyrri heimsstyrjaldar
[skýr.] Fylgismenn v vildu tjá atorku samtímans og einkennist myndlist þeirra af kröftugum útlínum og oddhvössum, vélrænum formum. v kom í kjölfar fútúrisma en var þó tengdari kúbisma og abstraktlist. Forystumenn v gáfu út tímaritið Blast sem m.a. birti stefnuyfirlýsingu þeirra.
[dæmi] Upphafsmenn v voru Wyndham Lewis og Ezra Pound, sem gaf stefnunni nafn. Meðal helstu fylgismanna voru Henri Gaudier-Brzeska, William Roberts og Edward Wadsworth.
[enska] Vorticism
[danska] vorticisme
Leita aftur